Þetta er bara hreint ótrúlegt að ......

     Fyrir um tveimur áratugum dvaldi ég í Sovét þar sem samfélagið var að rísa eða kanski frekar að reyna að rísa úr rjúkandi rústum kommúnismans og fékk séð þá örbyrgð og vöntun sem þegnar sovétbáknsins þurftu að líða hvurndags.

     Sjálfur er ég uppalinn suður með sjó og í tærum anda vestrænnar USA-menningar um frelsi í hvívetna. Eitt af því sem þar var margumtalað sem einn af reginmunum á vestrænu samfélagi og skröttunum ljótu í austri. (Sovét) var mál- og ritfrelsi. Þessi mannréttindi eru sögð skrifuð í granít í siðfræði vestrænnar menningar og um víða veröld talin hin versta hneysa fyrir aðila sem brjóta á þessari siðareglu.

     Það var því nokkuð áfall fyrir mig að merkja að ein greina minna sem ég hafði vonast til að myndi birtast ykkar augum, lesendur, í kvöld, hefur horfið og er hvergi að finna nema kanski á síðunni minni sem enginn nema ég veit hvar er.

    Ég vona náttúrulega að þetta sé bara hégilja í mér og að þetta sé allsendis órétt og að ástæðan sé að ég sé bara svona vitlaus í tölvumeðferðinni og þessvegna finni ég ekki neitt. Að vísu hef ég starfað við tölvumeðferð í hartnær 30 ár en hver veit nema sérstakrar tækni þurfi við við notkun slíkra tækja á bloggsíðum mbl.is.

    Greinin sem um ræðir er lýsing á hugsanlegum afdrifum fjögurra manna fjölskyldu sem annað hvort borgar sína reikninga af íbúðarkaupum eða ekki.

     Það var mitt álit að skrif mín væru greinagóð og gæfu nokkuð raunsæa mynd af þróun aðstæðna næstu 7 árin en einhverjum hefur fundist annað. Ég vil benda á að greinina má lesa á öðru bloggi á landinu og bendi ég eindregið fólki sem á nú í vanda með greiðslur af skuldu að kíkja á hana og velta fyrir sér þeim raunhæfu kostum sem í boði standa. Greinina má finna á bloggsíðu höfundar á Vísi.is og skrifa ég þar undir nafni eins og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég svaraði þér á blogginu mínu Jón. Ritskoðunin sem ég nefni þar á ekkert skylt við það líklega slýs að greinin þín hafi bara ekki vistast. Ég er oft í vandræðum með þetta og það gæti tengst notkun á Firefox í mínu tilviki án þess að hafa þó nokkra vitneskju.

Ef grein vistast ekki skaltu bara bakka aftur þangað til textaglugginn þinn birtist aftur og smella aftur á VISTA. Yfirleitt kemur þetta, stundum þó eftir leiðinlega margar tilraunir.

Ég lendi líka í því að ef ég skrifa sæmilega langa athugasemd hjá öðrum eins og þessi þá vill hún ekki vistast. Þá klippi ég textann út, rífressa (refresh) síðuna, set textann aftur í gluggann og vista aftur. Þetta þurfti ég að gera núna. Þessi partur er því viðbót eftir misheppnaða vistun. 

Eftir lestur greinanna þinna mæli ég með að þú reynir að stytta þær. Maður er að reyna að komast yfir mikinn lestur og þá þorir maður ekki sjálfur að þreyta fólk með of löngum greinum. Koma bara aðalatriðunum fyrir og leyfa svo öðru að koma í athugasemdir ef maður er spurður.

Haukur Nikulásson, 5.1.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umkvörtun og álit

Höfundur

Jón Árni Sveinsson
Jón Árni Sveinsson

Nýinnfluttur íslendingur með ættir að rekja til Y-Njarðvíkur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband