31.12.2008 | 04:42
Um ESB
Žaš er ekki laust viš aš žaš sęki aš manni efi ķ hvert sinn sem mašur fjasar og fjargvišrast viš manninn į förnum vegi um gildi žess, kosti og galla, aš ganga ķ ESB. Žessi efi byggir annarsvegar aš nokkru į eigin reynslu af veru ķ žessu umtalaša sambandi og reynslu žeirri sem sķast hefur inn meš tķmans tönn og hinsvegar į žvķ sem ég vil kalla hin ķslenska žjóšarsįl.
Į mešal žeirrar gagnrżni į ķslenskum stjórnmįlum sem heyrist oft er umkvörtunin aš ekki eiga rödd eša hlut ķ įkvöršunartökum sem varša okkur öll. Žetta er rödd sem gerist all hįvęrari mešal almennings ķ ašildarlöndum ESB. Žaš er žvķ all merkilegt hve žungt er fylgt aš žeirri stefnu aš gerast ašildarrķki ef tekiš er miš af hve mikill almennur vilji er hérlendis į aš taka žįtt ķ stjórnun landsins. Ef miš er tekiš af įhrifum fólks į įkvöršunartökur i Bruxelles eru žęr nįnast engar.
Žaš mį žvķ ętla aš žróun stjórnmįla sé meir aš verša ķ žį įtt aš skilgreining į "mandati" stjórnmįlamannsins sé aš verša nįkvęmara. Hann ętti žarafleišandi aš eiga erfišara um vik aš bregša frį yfirlżstum stefnuskrįm en sökum žess aš gömlu öflin eru sterk og stjórnmįlaflokkar af hefš sjaldan spegla almennan vilja eru breytingarnar hęgfara. Žetta er žó einn stęrsti vandi stjórnmįla Evrópu. Óįnęgšur meginžorri kjósenda og mikil hreyfing kjósenda į milli flokka.
ESB er stjórnaš af teknókrötum sem eru haršpķndir ķ flóknu samspili diplómatķu, menntunar og gamallar hefšar. Hįrfķnt spil um völd og metingur um stöšutįkn. Žessi öfl leyfa ekki mistök į borš viš žau sem hérlendis eru frekar venja en undantekning og t.d. myndu flestir rįšherrar hafa sagt sig frį störfum ef boriš er saman hvernig stašiš var aš starfsveiting Žosteins Davķšssonar. Žessi nįkvęmni teknókratķunnar viršast vera tękninżjungar sem ķslenskir stjórnmįlamenn ekki hafi hugmynd um aš séu til.
Žaš mį žvķ meš sanni segja aš į mešan stjórnmįlamennirnir okkar leyfa sér aš gera mistök į borš viš aš hrinda bönkunum okkar ķ žrot meš fljótfęrnishętti og handvömm, aš skapa aušn ķ atvinnulegri uppbyggingu į meginžorra svęša į landinu öšrum en höfušborgarsvęšinu, aš skella skollaeyrum viš naušsyn žess aš samgöngur séu bošlegar hverjum žeim sem landiš byggja, aš reyna aš telja okkur trś um aš ESB sé mögulegt 2010, žį eiga žeir ekkert erindi inn ķ samstarfsstöšvar ESB. Žeir vęru mešhöndlašir sem žeir sveitamenn į žessu sviši sem žeir eru og ekki marktękir.
ESB er stjórnaš ķ lķkingu orkuveituna og veršiš į rafmagni til įlveranna. Ž.e.a.s. aš innan veggja žar sem įkvaršanir eru teknar rķkir leynd. Žaš skiptir engu mįli hefšir eša landfręšileg rök. Reglur og lög eru sett meš tilliti til heildarinnar en ekki landfręšilegrar eša žjóšfélagslegrar sérstöšu. Žetta er ein helsta įstęšan fyrir aš Ķsland hefur ekki enn sótt um ašild. Žó mį nefna aš Ķsland myndi aš öllum lķkindum njóta styrkja frį ESB sökum hnattlegu sinnar og strjįlbżli. Žaš žżšir samt ekki aš viš hefšum einhver ķtök ķ žvķ bįkni sem okkur stżrši. Alls ekkert um neitt aš segja fyrst ķ staš og ef einhver mįlaflokkur vęri sérstakur eins og fiskveišar žį fengjum viš tķmabundna undanžįgu sem sķšar yrši sameign ašildarrķkjanna. Žaš skal tekiš fram aš 4 af 5 fiskimišum ESB eru liffręšilega hrunin svo Ķsland yrši kęrkominn biti fyrir hrjįša stétt evrópskra sjómanna.
Evran er talin vera bjargvęttur sį sem koma į atvinnulķfinu į réttan kjöl hvort sem įtt er viš višskiptum eša uppbyggingu. Žetta mį vel vera rétt en viš veršum aš gera okkur grein fyrir aš "kreppan" okkar veršur um garš gengin og aš lķkindum bśin įšur en viš getum almennt fariš aš handla fyrir evrur ķ ķslenskum bśšum. Žaš er žvķ algerlega įbyrgšarlaust aš mįla upp einhverja gerfiķmynd žess aš nśverandi įstandi verši bjargaš meš ESB ašild. Ašild eru settar hagfręšilegir skilmįlar sem ekki er hvikaš frį ķ neinum stęrri lišum. Žessir skilmįlar er svo vķšsfjarri žeirri hagfręšistjórnunargetu sem viš hingaš til höfum sżnt aš žaš er alger firra aš halda aš žessu verši reddaš žegar landiš er ķ hagfręšilegum kaldakolum og rśstir einar.
Viš erum vön nįlęgšar hvert viš annaš. Viš tökum Geir H. tali į götum śti eša einhvern annan og žaš er hiš besta mįl. Žessi mynd mun breytast meš ašild ķ ESB. Geiri į žį enn erfišara aš koma frį sér einhverjum svörum viš spurningum lżšsins en nś. Eftir ESB veršur hann fyrst aš hringja til Belgķu og spyrja. Ķ hjarta okkar erum viš svo sterk ķ okkar frels aš žjóšin mun ekki til langframa una stjórnun landsins fį meginlandi Evrópu. Hvernig fer mašur śr ESB ? Er žaš hęgt ?
Glešilegt įr
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Um bloggiš
Umkvörtun og álit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.