Eru íslensk stjórnmál í góðum höndum ?

Hæ gott fólk svona síðla flöskudagskvöld.

Það er athyglisvert að velta fyrir sér þeim möguleika að stofna nýjann flokk.

Ef litið er á þá flokka sem fyrir finnast kemst maður fljótt að því hve margt gott hefur látist viðgangast að koðna niður í eiginhyggju og á vogarskál eigin fjárhagslegra hagsmuna. VG og Samf. eru að fjarga um hver fengi besta stólinn í besta ráðuneytinu og D er í krísu vegna litlausrar forystu og framsókn er að falla í gleymsku.

Frjálslyndir hmm Tja hmm. Jú kanski eru þeir, þó á rósturstímum innbyrðis séu, að hræra í graut málefna sem eru í hinum mesta ólestri, þar sem verður að fara varfærnislega fram til að ekki fá á sig stimpil Arískrar hreinhyggju frá síðustu öld. Aldraðir eru reyndar þeir einu sem hreint og klárt ganga til verks með málaflokk sem er hreinn og beinn. "Gefið okkur verðskulduð verðlaun fyrir að hafa skapað þá grógrund sem gerði útrásina mögulega." " Við viljum hafa ráð á leigunni.".

Ef litið er á samfélagið "sobert" og án pólitískrar sértrúar blasa við hinir megnustu brestir.

Eins og svissneskur ostur blasir fagurfrontið við með hagstjórnarmistök þar sem fátæklingar nálgast betlunarviðmið og öryrkjum er vísað á "bjarga þér best þú getur" sjónarmið um leið og annar af tveim stæðstu verðmætum landsins er seldur fyrir leynilega upphæð erlendum aðilum fyrir óskýran og þokukenndan hagnað.

6000 manna byggð í eyði og niðurníðslu og má ekki nýta vegna einhverra óskýranlegra hagsmuna peningavaldsins og íbúðaverðsverndarstjórnunar í þágu einhvers annars en þegnan þessa lands, fiskimiðin ganga kaupum og sölum milli aðila sem aldrei hafa stigið ölduna, minni byggðir landsins berjast við existensiella lágkúru á mergsognun fleti miðstjórnunar þarfa og þróunar að höfuðborgarsvæðinu í blóra við þarfir landsbyggðarinnar.

Hagkerfi sem kennir krónunni um misferlisstjórnun og aðhaldsleysi þegar sterkir jöfrar peningafræði njóta frjálsræðis að ráðstafa þjóðartekjum að vild, látandi almenning standa straum af viðskiptalegum mistökum og slær vísvitandi ryki í augu fólks með prédíkunum um að evran bjargi öllu.

Þegar ábyrgð er hugtak sem einungis er álögð meðalmanni við smávægileg óhöpp neyslu eða umferðar en sölsun auðæfa eða sólundun sópast undir mottuna og fyrirgefs umyrðalaust í frændrækni vina milli og allir sem vettlingi geta valdið keppast um að hlotnast sú gæfa að vera í hópi þeirra útvöldu sem aðgang hafa að klabbinu sem öll við hin misstum af.

Er ekki kominn tími til að reyna að stjórna þessari köntuðu skerjaskútu með vísdómi Salomons þar sem verkefnið er vinnusöm deiling á verðmætum, þörfum og ábyrgðarskyldum í þágu þeirra sem borga.

Er ekki tími til komin að þróa samfélagsstjórnun sem tillit tekur til vinnulegrar getu samfélags og loka á misbeitingu þolrifa náttúru og verðlaunun fyrirrennar okkar í uppbyggingastarfi þess samfélags við lifum við í dag.

Er ekki tími til kominn að stjórnun alls auðs þegnanna sé framinn í auðmýkt þeirrar ábyrgðar sem það vald er veitt. Engin persóna er neitt nema henni sé ábyrgð falin og hún er aldrei stærri en það traust sem til hennar er borið.

Endurskoðum hvað við lifum við, í guðs bænum. Við eyðum obba lífs okkar í að þræla fyrir reikning fjármálastofnana og gleymum að lifa. Við týnum börnunum og vöknum upp við vondann draum þegar dagheimilis/barnaskóla/dagmömmuuppeldistæknifræðilausnir hafa skilað af sér týndum sálum innantóms reyðileysis út í fjandsamlegann heim himinhárra krafa um fullkomnun.

Eru þetta forsendur og neisti til einhvers framtaks á grunni stjórnmála þá hjálpiði til við að vinna verkið í þágu mergsoginna meðbræðra og sjálfs þíns.

Þessa verks er ærin þörf !


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Jón og velkominn á bloggið.

Það er kominn nýr kostur í pólitíkina og okkur vantar nýja áhugasama frambjóðendur og kjósendur. Kíktu á www.haukurn.blog.is

Kv.  Haukur

Haukur Nikulásson, 13.1.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umkvörtun og álit

Höfundur

Jón Árni Sveinsson
Jón Árni Sveinsson

Nýinnfluttur íslendingur með ættir að rekja til Y-Njarðvíkur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband